Nýjar kvikmyndir!

Nýjar myndir eru loksins farnar að sjást í hillunum í mynddiskadeildinni. Og þær munu bætast stöðugt við, ásamt fullt af öðru nýju efni!

The King's Man er forsaga hinna gífurlega vinsælu Kingsman-mynda sem auðvitað eru til hjá okkur. House of Gucci var tilnefnd til Óskarsverðlauna og skartar mörgum af brestu og frægustu leikurunum (Lady Gaga, Adam Driver, Jared Leto, Jeremy Irons og Al Pacino). Eternals er svo ein af mörgum Marvel-myndunum sem heimurinn virðist elska í tætlur. Þær tengjast flestar og mynda heildarheim og -söguþráð, ásamt þáttunum sem sýndir hafa verið á Disney+ rásinni. Þar er einnig að finna aðsóknarmestu mynd síðari ára, Spider-Man: No Way Home, en í henni má segja að finnist þreföld ánægja á ákveðnu sviði. Segjum ekki meir. Tom Holland, Zendaya og Benedict Cumberbatch eru í helstu hlutverkum.

Fyrir utan þessar myndir og þær sem eru á leiðinni (Belfast e. Kenneth Branagh, fjórða Matrix-myndin ... og margar fleiri), þá eigum við á þriðja þúsund titla í mynddiskadeildinni og það er ykkur að þakka að hún er enn á lífi og er auðvitað langbesta og ódýrasta (0 kr. útlán!) leigan í bænum ... þótt víðar væri leitað!

Eins og maðurinn sagði um það bil í denn: „Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun ... að horfa á mynddisk frá Amtinu er toppurinn.“

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan