Ný læsisstefna - Læsi er lykillinn

Ný læsisstefna - Læsi er lykillinn.
Ný læsisstefna - Læsi er lykillinn.

Læsi er Amtsbókasafninu eðlilega afar hugleikið.

Því er gaman að segja frá því að ný læsisstefna, Læsi er lykillinn, var formlega kynnt á vegum fræðslusviðs Akureyrarbæjar og Miðstöðvar skólaþróunar HA þann 7. september síðastliðinn.

Megintilgangur læsisstefnunnar er að efla læsi í víðum skilningi og stuðla að skapandi og gagnrýninni hugsun barna og ungmenna.

Læsisstefnan Læsi er lykillinn er byggð á ástralskri fyrirmynd en þróuð og staðfærð að aðalnámsskrá íslenskra leik- og grunnskóla.
Unnið er út frá hugmyndafræðinni um læsi í víðum skilningi sem skiptist í þrjú svið: 
 
  • Samræða, tjáning og hlustun
  • Lestur, lesskilningur og lesfimi 
  • Ritun og miðlun
Hagnýt gögn stefnunnar byggja á þrepum um þróun læsis, þar sem sett eru fram viðmið um færniþætti og áherslur í kennslu út frá öllum þáttum læsis.
 
Læsisstefnan „Læsi er lykillinn“ birtist á heimasíðunni www.lykillinn.akmennt.is og er hún opin öllum. Á síðunni er að finna heildaráherslur stefnunnar ásamt ýmsu ítarefni sem er hagnýtt bæði fyrir kennara, foreldra og aðra þá sem hafa áhuga á læsi barna.
 

Við hvetjum bæði foreldra og alla þá sem fylgjast með skólastarfinu til að skoða hina nýju heimasíðu læsisstefnunnar www.lykillinn.akmennt.is
Þar er að finna mikið af upplýsingum, en fyrst og fremst metnaðarfulla læsisstefnu fyrir leik- og grunnskólastigið sem gerir kennurum kleift að vinna enn markvissar að öflugu læsi barna.

#lesturerbestur #áframlestur

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram

 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan