Norrænt þema í mars

Rithöfundurinn Rakel Helmsdal mun heimsækja Akureyri í mars.
Rithöfundurinn Rakel Helmsdal mun heimsækja Akureyri í mars.

Í mars mun færeyski rithöfundurinn Rakel Helmsdal heimsækja grunnskóla bæjarins. Rakel mun lesa upp úr nýjustu bók sinni Hon, sum róði eftir ælaboganum á færeysku og ræða við nemendur í framhaldinu. Þetta er fyrsta unglingabók Rakelar en hún er Íslendingum ef til vill best kunn sem einn þriggja höfunda Skrímslabókanna. Norræna rithöfundaheimsóknin (Nordisk forfatterbesøg) er samstarfsverkefni Norrænu félaganna á öllum Norðurlöndunum. Verkefnið er styrkt af Norðurlandaráði og byggir á Barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs – og hafa þeir rithöfundar, sem beðnir eru að taka þátt, allir hlotið tilnefningu til verðlaunanna.

Í tilefni heimsóknarinnar verður norrænt þema  á Amtsbókasafninu í mars. Þá verða lesnar upp bækur eftir norræna höfunda í barnasögustundum á fimmtudögum kl. 16.30. Norrænum safnkosti, bókum og myndum, verður stillt upp á þemaborði við afgreiðslu á 1. hæð. Með þessu framtaki vonumst við til þess að sem flestir safngestir veiti norrænum bókum og myndum gaum í mars. 

 

Verið ávallt velkomin á Amtsbókasafnið. 

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan