Norræna spilavikan 2018

Nóg verður um að vera í Norrænu spilavikunni í nóvember!
Nóg verður um að vera í Norrænu spilavikunni í nóvember!

Norræna spilavikan fer fram 5.-11. nóvember. Markmið vikunnar er að kynna spil og spilamenningu í sinni fjölbreyttustu mynd.

Boðið verður upp á ýmsa spilatengda viðburði og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, borðspil, félagsvist, barsvar, skiptimarkaður með spil og púsl, skraflkeppni og margt fleira.

Viðburðirnir verða víðsvegar um bæinn, meðal annars í Rósenborg, á Iðnaðarsafninu, Hlíð, Gili kaffihúsi og Amtsbókasafninu.

Sjá dagskrá hér að neðan. 

 Norræna spilavikan 2018

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan