Nahelou May

Nahelou May, 22 ára, frá Lyon í Frakklandi
Nahelou May, 22 ára, frá Lyon í Frakklandi

[English version of the interview follows!] Í gegnum árin hefur Amtsbókasafnið á Akureyri verið svo heppið að fá fólk frá öðrum löndum til sín í tímabundna vinnu. Flest þeirra gera þetta sem hluta af námi, eins konar starfsnám.

Um þessar mundir er skiptinemi frá Frakklandi hérna á Akureyri og vinnur á bókasafninu okkar. Hún heitir Nahelou May og er 22 ára gömul. Hún býr í Lyon í Frakklandi og er að nema bókasafns- og upplýsingafræði í Enssib.

Við vildum gefa lesendum/safngestum okkar smá innsýn, settumst niður með henni og áttum örsnöggt spjall.

Velkomin til Íslands ... hvernig líkar þér við Akureyri og Ísland hingað til?
Þakka þér fyrir. Mér líkar vel við Akureyri en ég hef ekki séð mikið meira af Íslandi ennþá. Ég vonast til að geta það á næstu mánuðum.

Starfsnám á Íslandi ... hvernig kom það til?
Starfsnámið er skilyrði fyrir Masters-gráðuna mína, við þurfum að stunda starfsnám í alla vega fjóra mánuði í lok áfangans og við getum gert það hvar sem við viljum. Ég er á fimmta ári námsins og ég vildi stunda starfsnámið erlendis (ekki í Frakklandi), vegna þess að mig langar að sjá ólíkar tegundir bókasafna í mismunandi menningarheimum og löndum. Mér finnst mjög gaman að ferðast og Ísland hefur alltaf vakið áhuga minn vegna stórkostlegrar náttúru og landslags, goðsagna og þjóðsagna. Þetta er áfangastaður sem marga Evrópubúa langar að ferðast til og upplifa norræna menningu.

Hversu lengi muntu dvelja hérna og hvað vonast þú að fá út úr dvölinni?
Ég verð hér í um fimm mánuði (út júlí). Ég vonast eftir fjölbreyttri starfsreynslu, kannski viðburðaríkari en þær sem ég hafði áður upplifað í Frakklandi og Belgíu, en þær voru töluvert styttri. Mig langar einnig að geta séð um ný verkefni á bókasafninu. Síðast en ekki síst, þá vonast ég til að kynnast betur íslenskri menningu og bókmenntum (ég er reyndar að reyna að læra nokkur orð í íslenskunni en hún er ekki auðvelt tungumál).

Hver er helsti munurinn á bókasöfnum hér og í Frakklandi?
Það er mun meiri fjölbreytni í efni sem boðið er upp á í íslenskum söfnum og er til útláns, því í Frakklandi eru það aðallega bækur og einhverjir mynddiskar og geisladiskar. Það er verið að auka fjölbreytnina aðeins í Frakklandi. Sem dæmi má nefna kökuformin sem þið hafið hérna. Í Frakklandi reyndi eitt bókasafn fyrir nokkrum árum að bjóða upp á þau og það var eins og fólki fyndist það fáránleg hugmynd. Hér virðist þetta vera frekar eðlilegt. Annað dæmi eru borðspilin. Í Frakklandi eru ekki mörg bókasöfn sem bjóða upp á borðspil en þeim fer smám saman fjölgandi.

Er Dewey flott og alþjóðlegt „tungumál" að þínu mati?
Það er ekki besta flokkunarkerfið að mínu mati. Er frekar úrelt en samt það sem mest er notað.

Hvað sérðu fyrir þér í framtíðinni, atvinnulega séð?
Ég sé sjálfa mig vinnandi á bókasöfnum í Frakklandi í 1-2 ár og svo get ég vonandi ferðast meira, unnið á ólíkum bókasöfnum í mismunandi löndum.

Heldurðu að þú heimsækir Akureyri aftur ... fyrr eða síðar?
Ég er viss um að ég heimsæki Ísland aftur í nálægri (eða fjarlægri) framtíð. Og þegar ég geri það þá mun ég pottþétt koma aftur til Akureyrar og heimsækja fólkið sem ég hef kynnst.

Hver eru helstu áhugamálin þín?
Mér finnst gaman að lesa (augljóslega) og að fara í bíó. Mér finnst einnig gaman að synda og markmið mitt meðan á dvöl minni stendur á Íslandi er að geta séð hvali.

Eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum?
Komið á bókasafnið, það er eitthvað fyrir alla hér!

Við þökkum Nahelou kærlega fyrir og óskum henni alls hins besta í framtíðinni hér á Akureyri, Íslandi og annars staðar!
„Takk fyrir!"

- - - - - -


Nahelou May

Throughout the years the City Library of Akureyri has sometimes been lucky enough to have people coming from other countries and working here temporarily. Most of them have been doing that as an internship in their studies.

Currently, an exchange student from France is staying here in Akureyri and working at our library. Her name is Nahelou May and she is 22 years old. She lives in Lyon in France and is studying Library and Information sciences at Enssib.

We wanted to give our readers/patrons a little insight and sat down with her for a quick interview.


Welcome to Iceland ... how do you like Akureyri and Iceland so far?
Thank you. I like Akureyri but I haven't seen much else of Iceland yet, but I hope to do so in the months to come.

Internship in Iceland... how come?
The internship is a requirement for my Masters Degree, we have to do at least a four months internship at the end of the course, and we can do that wherever we want. It is my 5th year of study and I wanted to do my internship abroad (not in France), because I want to see different types of libraries in different cultures and different countries. I really like to travel and Iceland has always interested me because of the beautiful landscapes and all the myths and legends. It's a destination many Europeans want to go to and to experience the northern culture.

How long are you staying here and what do you hope to get out of it?
I am staying here for five months (through July). I'm hoping to get a fulfilling professional experience, maybe more complete than the ones I had previously in France and Belgium, which were much shorter. I would also like to be able to carry new projects at the library. Finally, I'm hoping to get to know better the Icelandic culture and literature (I'm actually trying to learn a few words of Icelandic but it's not an easy language)

Main difference between libraries here and in France?
There is a lot more diversity in material to be loaned or offered, because in France it is mostly books and few DVDs and CDs. They are starting with other things more. For example, you have baking forms here. In France one library tried that few years ago and it felt like people thought it was a crazy idea. Here it seems pretty normal. Another example are the board games. In France there are not many libraries that offer board games, but it is slowly increasing.

Is Dewey a great international language in your opinion?
It is not the best classification system in my opinion, and it is very outdated, but it is the most used one.

What do you see in your professional future?
I see myself working in libraries in France for 1-2 years and then hopefully be able to travel more, and work at different libraries in different countries.

You think you'll visit Akureyri again ... sooner or later?
I'm sure I will visit Iceland again in the near (or far) future, and when I do I will make sure to come back to Akureyri and visit the people I've gotten to know.

What are your main interests?
I like reading (obviously) and going to the movies. I also like swimming and my goal while staying in Iceland is to be able to see whales.

Anything you want to add?
Come visit the library, there is something here for everyone!

So, we thank Nahelou for her time and wish her all the best.
Takk fyrir !

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan