Minecraft-föndur í barnadeild

Það var fjör á Amtsbókasafninu laugardaginn 19. nóvember sl. Þá var Minecraft föndur í barnadeildinni og spila- og púslmarkaður í kaffiteríunni á 1. hæð.

Myndirnar sem hér fylgja eru teknar úr barnadeildinni (með leyfi foreldra) og það má sjá að glatt var á hjalla og margir listamenn að störfum. Eydís barnabókavörður og Nora aðstoðuðu börn og foreldra. Einnig mátti sjá fólk hjálpa hvert öðru og mörg listaverkin litu dagsins ljós.

Við minnum fólk á að vera duglegt að kíkja á viðburðadagatalið okkar, sem og samfélagsmiðlana, til að sjá hvað er á döfinni hjá okkur.

Sjáumst hress á Amtsbókasafninu!

 

 

 

Krakkar mála Minecraft föndur á glugga í barnadeild Amtsbókasafnsins

Mynd af fólki í barnadeild Amtsbókasafnsins

Börn og foreldrar sitja við borð að gera pappa-föndur og mósaík perlur

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan