Millisafnalán - þjónusta sem er þægilegt að nýta sér

Ertu að leita að efni sem ekki er til á Amtsbókasafninu?
Þá er tilvalið að nýta sér millisafnalán, sem er þjónusta sem bókasafnið bíður upp á. Hægt er að senda beiðni á millisafnalan@akureyri.is eða með því að fara inn á leitir.is og panta þar. Haft er samband þegar efnið berst til safnsins. Öll sem eiga gild bókasafnsskírteini hjá okkur geta nýtt sér þessa þjónustu gegn gjaldi. Hvert eintak sem pantað er innanlands kostar 1.500 kr. og 2.500 kr. erlendis frá.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan