May the fourth be with you

Það er við hæfi á þessum degi að minna á allt Stjörnustríðs-tengda efnið sem Amtsbókasafnið hefur til útláns. Við erum að tala um teiknimyndasögur, kvikmyndir, borðspil o.fl. Svo er þetta líka gott tækifæri til að minna lesendur síðunnar á að hér má finna um 3000 titla á mynddiskaformi sem hægt er að fá lánaða heim ... endurgjaldslaust!

Annars er sagan á bak við þennan dag, 4. maí (May the 4th), frekar einföld. Þetta er komið frá aðdáendum kvikmyndanna frægu eftir George Lucas og tengist einni frægustu setningunni úr þessum myndum: „May the force be with you.“ Eftir að aðdáendur um allan heim fóru að halda upp á þennan dag sérstaklega, þá tóku Lucasfilm og Disney þetta upp og nota sem árlegan dag til að fagna þessu ótrúlega vinsæla fyrirbæri sem Stjörnustríð er.

Fróðleiksfúsir mega einnig fá að vita að fyrsta prentaða notkunin á þessum frasa er talin hafa verið 4. maí 1979 eftir að Margaret Thatcher hafði verið kjörin forsætisráðherra Bretlands. Flokkurinn hennar fagnaði þessu og óskaði henni til hamingju með auglýsingu í dagblaði þar sem stóð: „May the fourth be with you, Maggie. Congratulations.“

En hér fyrir neðan má sjá brot af efninu sem Amtsbókasafnið á Akureyri hefur til útláns. Njótið dagsins!

Mynd af nokkrum Star Wars tengdum mynddiskum Mynd af Star Wars tengdum teiknimyndablöðum Mynd af Star Wars borðspili

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan