Ljóðaupplestur með Gerði Kristnýju

Rithöfundurinn og ljóðskáldið Gerður Kristný mun lesa upp ljóð af ferlinum og segja sögu þeirra á Amtsbókasafninu miðvikudaginn 17. apríl kl. 17:00. Gestum í sal býðst einnig að spyrja hana spurninga. 

Gerður Kristný er eitt víðlesnasta samtímaskáld okkar og ljóðabálkar hennar, Blóðhófnir og Drápa, hafa hlotið verðskuldaða athygli innan lands og utan fyrir meitlað ljóðmál og brýnt erindi. Gerður var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Höggstað árið 2007 og hlaut þau fyrir Blóðhófni árið 2010. Síðasta ljóðabók Gerðar var Sálumessa sem kom út árið 2018. 

Verið öll hjartanlega velkomin!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan