Leshringur Amtsbókasafnsins

Leshringur Amtsbóksafnsins
Leshringur Amtsbóksafnsins

Okkur langar til að vekja athygli á leshring Amtsbókasafnsins sem hittist hér á safninu einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Allir eru velkomnir í hringinn og nú í janúar er einmitt gott að byrja. Hringurinn mun hittast fyrst á þessu ári þann 9. janúar kl. 17:30 á kaffistofu Amtsbókasafnsins. Þá munum við spjalla saman um hinar ýmsu bækur, t.d. jólabækurnar. Við munum einnig spjalla um höfunda sem bæði hafa gefið út bækur fyrir börn og fullorðna (og þá oft glæpasögur). Þar má nefna höfunda eins og Yrsu, Nesbö, Lackberg, Stefán Mána og fleiri. Hvað eiga bækurnar sameiginlegt þrátt fyrir þennan ólíka lesendahóp? 

Hópurinn er á Facebook og við mælum með að áhugasamir fylgist með þar. 

Ef þú hefur áhuga á að kynnast nýjum bókum, ræða bækur við annað fólk, kafa örlítið í uppbyggingu bóka og skoða persónur, þá endilega hafðu samband við Þuríði bókavörð: thuridurs@akureyri.is

 Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan