Vilt þú taka þátt í leshring?

Gerum veturinn notalegan!
Gerum veturinn notalegan!

Leshringur Amtsbókasafnsins fer af stað í október! 

Leshringurinn hittist ca. einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Næst mun hringurinn hittast á bókasafninu þann 2. október kl. 17:30 á Orðkaffi. Hópurinn er opinn og allir eru velkomnir!

Á fyrsta fundi verður spjallað um þær bækur sem fólk hefur lesið í sumar eða er að lesa núna. Auk þess verður kynnt sú bók sem rætt verður um í næsta hitting sem verður í nóvember. 

Ef þú hefur áhuga á að kynnast nýjum bókum og að ræða bækur við annað fólk þá endilega láttu sjá þig. Leshringurinn er undir umsjón Þuríðar Jónu Steinsdóttur bókavarðar: thuridurs@akureyri.is

 

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan