Lautarkörfurnar!

Í grænni lautu þar geymi ég ... lautarkörfur sem hægt er að fá að láni!

Í hverri körfu er teppi, tímarit og/eða barnabækur auk þess sem hægt er að fá lánað fjölnota kaffimál.

Dagslán er á körfunum en einnig er hægt að fá þær lánaðar yfir helgi. Það má fara með körfurnar hvert sem er, t.d. í Lystigarðinn, Kjarnaskóg eða út fyrir bæjarmörkin.

Allir geta fengið körfurnar lánaðar og ekki er þörf á að vera með bókasafnsskírteini hjá Amtsbókasafninu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan