Lautarkörfur í útlán

Nú fer Amtsbókasafnið af stað með þá nýjung að lána út lautarkörfur.

Í hverri körfu er teppi, afskrifað tímarit og/eða afskrifaðar barnabækur auk þess sem áhugasömum gefst kostur á að kaupa “nestispakka” á tilboði frá Orðakaffi • Lunch buffet • Pastry • Café (Kaffi + súkkulaði og safi + marengstoppar).

Til að fá lánaða körfu þarf annað hvort bókasafnsskírteini eða að fylla út miða í afgreiðslu safnsins.
 
Dagslán er á körfunum en helgarlán eru líka í boði. Það má fara með körfurnar hvert sem er, t.d. í Lystigarðinn, Kjarnaskóg eða út fyrir bæjarmörkin.
 

Spáð er yndislegu veðri næstu daga og því er um að gera að prufa!

 
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan