Laus störf

Við leitum að bókavörðum
Við leitum að bókavörðum

Bókaverðir á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Amtsbókasafnið á Akureyri óskar að ráða tvo bókaverði í 100% starf frá og með 1. og  16. mars  2016.

Unnið er til skiptis frá 8:00-16:00 og frá hádegi til kl. 19:00. Á veturna er fjórði hver laugardagur frá 10:30-16:15 hluti af vinnutímanum.

Helstu verkefni eru:

  • Þjónusta við notendur bókasafnsins; bæði innan safns og utan.
  • Upplýsingagjöf og afgreiðsla
  • Vinna við aðföng, umsýslu og frágang safnefnis.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Tungumálakunnátta, enska og kostur  ef viðkomandi tali/skilji annað erlent tungumál.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Nákvæmni, vandvirkni og snyrtimennska.
  • Lipurð í samskiptum og rík þjónustulund.
  • Jákvæðni og vilji til að vinna í hóp
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Kjalar.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir Starfsmannaþjónusta Akureyrarbæjar í síma: 460-1060.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmkell Hreinsson í síma 862-6882 eða í netfangi: holmkell@akureyri.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuanddyri Ráðhússins. 

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2017.

 Would you like to work for the town of Akureyri?

                    Visit our webpage: www.akureyri.is/english

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan