Laugardags-sögustund | Bókin Gallsteinar afa Gissa og origami

Laugardaginn 26. janúar, kl. 13.15 verður lesið úr bókinni Gallsteinar afa Gissa eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. 
 
Um bókina: Torfi og Gríma búa við fyrstu sýn á ósköp venjulegu heimili, en ekki er allt sem sýnist. Mamma þeirra er stjórnsamur skipanaforingi. Pabbinn er viðutan vinnusjúklingur. Bróðirinn er ótemjandi unglingaskrímsli. Systkinin dreymir um afslappað heimilislíf, gæludýr og gotterí. Þau langar að flytja til afa Gissa en skyndilega fær afi Gissi gallsteinakast sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir Torfa og Grímu. 
 
Þess má geta að Menningarfélag Akureyrar byrjar að sýna leikrit byggt á bókinni í febrúar. Að því tilefni verður efnt til HAPPDRÆTTIS í boði Menningarfélags Akureyrar, sem börnum í sögustund býðst að taka þátt í. Heppinn þátttakandi í happdrættinu hreppir miða á leikritið Gallsteinar afa Gissa sem sýnt verður fljótlega í Samkomuhúsinu. 
 
Það er ekki búið enn! Því þátttakendum í happdrættinu býðst að auka vinningslíkur sínar með því að skrifa niður sniðugan málshátt á miða á laugardaginn. Þátttakandi með skemmtilegasta málsháttinn hreppir einnig leikhúsmiða leikritið Gallsteinar afa Gissa í Samkomuhúsinu. 
 
Eftir upplestur úr bókinni verður ORIGAMI föndur undir handleiðslu Helgu og Fríðu. 
 
Gerum veturinn notalegan - sjáumst :) 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan