Kvikmyndasýning!

Alþjóðlegar kvikmyndasýningar okkar munu hefjast fimmtudaginn 16. mars kl. 19:30, á 2. hæð. Myndin sem verður sýnd heitir Sódóma Reykjavík og verður enskur texti með. Líkt og fram hefur komið köllum við þetta alþjóðlegt þar sem við leggjum áherslu á það að fólk sem ekki hefur íslensku sem fyrsta tungumál nái að hittast, ræða kannski saman um mynd og efni hennar. Þær umræður yrðu á ensku. En þessar sýningar verða öllum opnar og vonandi tekst vel til.

Sjáumst annað kvöld kl. 19:30.

Plakat af kvikmyndinni Sódóma Reykjavík

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan