Kæru safngestir! Amtsbókasafnið reynir alltaf að fylgja straumnum, en svo er líka stundum barist á móti honum. Við erum eins og síðustu ár eini staðurinn í bænum sem býður upp á mynddiska til útláns. Útlánstíminn er vika (7 dagar) og fólk er ennþá alveg að ná sér í mynddiska. Streymisþjónustur hafa tekið við og meira að segja eru kvikmyndahús í hættu. Hvað er þá betra en að þramma á safnið sitt, næla sér í einn mynddisk eða fleiri og njóta sýningarinnar í heimabíóinu heima?
Munið þið ekki eftir "Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun"?
Það er enn við lýði og þessar myndir á myndinni sem fylgir fréttinni eru bara nokkrar af rúmlega tvö þúsund titlum. Kíkið við í kvikmyndadeild!