Kvenréttindadagurinn 19. júní - 109 ára

Konur fagna kosningarétti á Austurvelli árið 1915 (myndin er fengin úr Sögnum (1. tbl. 1992, bls. 32…
Konur fagna kosningarétti á Austurvelli árið 1915 (myndin er fengin úr Sögnum (1. tbl. 1992, bls. 32))

Kæru safngestir! Í dag 19. júní er kvenréttindadagurinn og því ber að fagna.

Í Morgunblaðinu 18. júní 1916 segir: „Í fyrra 7. júlí, sama dag og alþingi kom saman, héldu konur í Reykjavík fjölmenna hátíð til þess að minnast þess merka viðburðar í sögu Íslands, að konur öðluðust með stjórnarskrárbreytingunni 19. júní 1915 kosningarétt og kjörgengi til Alþingis.“

Á Wikipedia kemur einnig fram að konurnar þurftu að vera 40 ára og eldri. Kristján X Danakonungur samþykkti þessa nýju stjórnarskrá fyrir Ísland en barátta þess efnis hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895.

Amtsbókasafnið býður upp á mikinn fjölda af lesefni tengt íslenskum konum, t.d. ævisögur kvenna eða metsölubækur eftir konur (svo þurfa bækur ekkert að vera metsölu-eitthvað til að vera áhugaverðar).

Til hamingju með daginn konur!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan