Kennsla í notkun Rafbókasafnsins

Kennsla í notkun Rafbókasafnsins nýtur mikilla vinsælda á Amtsbókasafninu.
Kennsla í notkun Rafbókasafnsins nýtur mikilla vinsælda á Amtsbókasafninu.

Mánudagana 22. janúar og 5. febrúar getur þú fengið leiðsögn í notkun Rafbókasafnsins á kaffhúsi Amtsbókasafnsins, 1. hæð kl. 17-18. 

Það eina sem þarf til er gilt bókasafnsskírteini hjá Amtsbókasafninu ásamt pin-númeri (sem notað er í sjálfsafgreiðsluvélar) og snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu. Fjölmargir efnisflokkar standa lánþegum til boða, líkt og í hefðbundnu bókasafni. Þar er að finna spennusögur, ævisögur, efni fyrir börn og margt fleira. Þannig ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrst um sinn verður safnkostur einkum á ensku en vonast er til þess að íslenskir titlar bætist fljótlega við.

ATH. Til þess að hala niður appinu Libby eða Overdrive þurfa notendur að þekkja aðgangsorð sitt í Apple Store og Play Store. 

Vertu velkomin/n!

Fyrir þá sem vilja prufa heima þá eru upplýsingar um Rafbókasafnið aðgengilegar á heimasíðu Amtsbókasafnsins, www.amtsbok.is

 

Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan