Kanna Mars, stofna fyrirtæki, prjóna lopapeysu á hest...

Fyrir helgi lauk verkefninu um „Áður en ég dey" vegginn sem staðið hefur yfir á Amtsbókasafninu í sumar. Veggurinn var fallegur vettvangur þar sem almenningi gafst tækifæri til að fara yfir farinn veg, horfa til framtíðar og deila framtíðardraumum/óskum/löngunum í opinberu rými. Hann var áminning um að við erum ekki ein, hvatning um mikilvægi þess að eiga sér draum og gera það besta úr lífinu, óháð stétt og stöðu.

Takk kæru Akureyringar og gestir fyrir einlægnina og þátttökuna og fyrir að taka þátt í samfélaginu. Við vonum að sem flestir fái drauma sína uppfyllta.

Verkefnið um vegginn stóð yfir í tvo mánuði og voru um það bil 1500 óskir, vonir og draumar ritaðir á vegginn. 

Hér er örlítið sýnishorn: 

 •  Verða skordýrafræðingur
 • Skrifa bók
 • Ganga upp að Skólavörðu
 • Hlaupa 10 km undir 60 mín.
 • Hafa enga eftirsjá
 • Verða afi/pabbi
 • Verða betri en ég er
 • Smakka skordýr
 • Gera heiminn vegan
 • Klappa og knúsa skjaldböku
 • Vera fræg körfuboltakona
 • Verða 90 ára
 • Sjá Taj Mahal
 • Sjá bróðir minn LIFA
 • Stofna fyrirtæki
 • Verða ástfangin!
 • Ganga á Súlur einu sinni enn...
 • Vera slysmaður (4 ára)
 • Prjóna lopapeysu á hest
 • Verða bókasafnskona
 • Giftast Dolla
 • Sameina fjölskylduna mína
 • Vera sátt við Guð og menn
 • Fara á Vínartónleika
 • Verða landlæknir
 • Vera
 • Verða hamingjusamt gamalmenni
 • Eignast húsbíl
 • Öðlast fyrirgefningu
 • Dansa nakin í tunglsljósinu
 • Búa til vélmenni
 • Passa fleiri fugla
 • Verða fótboltakona
 • Bjarga jörðinni
 • Komast á knipplmessu á Spáni
 • Eignast barnabörn
 • Finna mitt ikigai og lifa samkvæmt því
 • Verða bókasafnskona
 • Verða Batman
 • Hitta ástina mína einu aftur!
 • Semja flott lag
 • Vera minnst sem góðhjarta prakkara

 

Áður en ég dey veggurinn var reistur á Akureyri að frumkvæði Bryndísar Elfu Valdemarsdóttur íbúa á Akureyri. Áður en ég dey veggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem Candy Chang er höfundur að og hóf með því að setja verkið upp á yfirgefið hús í New Orleans í Bandaríkjunum árið 2011. Verkið var framlag Amtsbókasafnsins til Listasumars og naut stuðnings Akureyrarstofu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan