Jólin, jólin ... of snemma?

Kæru safngestir. Hrekkjavöku lokið og hin heimsfræga söngkona Mariah Carey segir að kominn sé tími til að hlusta á jólalög. Útvarpsstöðvar eru farnar að spila slík lög en ekki eru allir sáttir. Finnst þetta of snemmt. Breytir því ekki að Amtsbókasafnið hefur nú stillt upp jólabókum og -myndum!

Þemaborðið fyrir framan afgreiðsluna er hlaðið af jólaefni þar sem hægt er að grípa eintak/eintök og fá lánað. Svo er Eydís í barnadeildinni búin að setja upp allar jólamyndirnar og jólabækurnar. Mynddiskadeildin á 1. hæð slær ekki slöku við heldur, því nú eru jólamyndirnar komnar í rekkann þar sem költ/vinsælu myndirnar hafa verið.

Hvort sem fólk er sammála jólastemmningu á þessum tíma eða ekki, þá er ágætt að hafa þennan möguleika. Jólatímaritin og -bækurnar innihalda líka ýmsar upplýsingar sem gott er að hafa á hreinu vel fyrir jól. Þú prjónar til dæmis ekki svaka fína jólapeysu á nokkrum klukkutímum fyrir jól :-) Svo er ágætt að finna út hvort breyta eigi jólamatnum eitthvað og kíkja á nýjar uppskriftir.

Jólahlaðborðin hefjast nú í nóvember og jólaölið er löngu komið í hillur í búðunum. Litla búðin okkar við afgreiðsluna inniheldur fjölmargar sniðugar hugmyndir um jólagjafir (múmínkönnurnar til dæmis) og við verðum bara að viðurkenna það : jólin eru að koma ... í næsta mánuði :-)

Við skreytum samt ekki safnið alveg strax, en við hlökkum til að sjá ykkur í góðu skapi að virða fyrir ykkur jólabækur, jólablöð, jólavísur, jólasögur, jólamyndir og fleira.

Nú! Jólabókaflóðið er vel byrjað!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan