Jólasögustund

Fimmtudaginn 6. desember kl. 16:30 eru öll börn velkomin í jólasögustund á Amtsbókasafninu.

Fríða barnabókavörður mun lesa bókina Litla Rauð - ævintýri á jólum (e. Söruh Fergusson). Bókin fjallar um Rauð litlu og vini hennar. Á aðfangadag hitta þau jólasveininn í skóginum. Jólasveinninn á í vandræðum með eitt hreindýrið sitt. Getur Litla Rauð hjálpað?

JÓLASVEINNINN KEMUR Í HEIMSÓKN TIL OKKAR!
- Endilega komið með jólasveina húfu :)

Piparkökur, Svali og kaffi í boði.

Lesum jólasögu, syngjum jólalög, föndrum jólaföndur og litum jólamyndir.

 Ath. Myndir verða teknar á viðburðinum. 

Hlökkum til að sjá ykkur!
- Fríða Björk barnabókavörður og starfsfólk Amtsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan