Hreyfing er holl

Þessi skemmtilega mynd sýnir hvernig hreyfing starfsmanna skiptist niður.
Þessi skemmtilega mynd sýnir hvernig hreyfing starfsmanna skiptist niður.

Starfsmenn Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins taka þátt í Lífshlaupinu eins og flestir vonandi. Öll hreyfing er af hinu góða.

Nú er vika eftir af þessu skemmtilega átaki og kappið á fullu hjá landsmönnum. Það er því ágætt að minna á þá staðreynd að á Amtsbókasafninu má finna virkilega mikið af bókum sem tengjast einmitt heilsunni: hvað er gott að borða? hvernig er best að hreyfa sig miðað við mismunandi vaxtalag? hvað er 16:8? er líkamlega heilsan í lagi? er andlega heilsan í lagi? 

Af nógu er að taka og ef þið hafið einhverjar spurningar, ef þið eruð að leita að einhverjum sérstökum bókum um heilsufarið o.fl., þá er starfsfólkið boðið og búið til að hjálpa ykkur.

Svo ku Hermione Granger vera góð í heilsusamlegum drykkjum ... eða var það kannski Óliver Máni?? Eða Hildur Halldórsdóttir með sínar tvær bækur um efnið?

Skiptir ekki ... þau og svo margt annað má finna á Amtsbókasafninu. Sjáumst!!!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan