Hildur Guðnadóttir tilnefnd!

Myndin er tekin þegar Hildur fékk Óskarsverðlaunin, þekktustu og mögulega umdeildustu kvikmyndaverðl…
Myndin er tekin þegar Hildur fékk Óskarsverðlaunin, þekktustu og mögulega umdeildustu kvikmyndaverðlaunin í bransanum í dag, fyrir tónlist sína í myndinni The Joker (2019).

Í dag voru tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna kunngjörðar. Þetta eru verðlaun erlendra fréttamanna í Hollywood fyrir framúrskarandi verk í heimi kvikmynda og sjónvarps. Örfáir Íslendingar hafa verið tilnefndir í gegnum tíðina.

Ekki bættist í dag við fjölda Íslendinganna, en Hildur Guðnadóttir var tilnefnd til verðlauna fyrir bestu tónlist úr kvikmynd, nánar tiltekið myndina Women Talking, sem við Íslendingar eigum eftir að fá að sjá.

Hildur er margverðlaunuð fyrir verk sín og mynddiskadeild Amtsbókasafnsins á Akureyri á hennar mest verðlaunuðu verk á mynddiskum: Chernobyl (sjónvarpssería) og The Joker (kvikmynd). 

Fyrir kvikmyndaáhugafólk væri ekki úr vegi að rölta yfir á Amtsbókasafnið og fá þessi mögnuðu verk að láni. Hver veit nema Women Talking verði einhvern tíma fáanleg hér?

Til hamingju Hildur!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan