Hertar samkomutakmarkanir - Safnið lokað frá og með 31. október.

Mynd af Amtsbókasafninu snemma að hausti til.
Mynd af Amtsbókasafninu snemma að hausti til.
Kæru bókavinir
 
Vegna aðstæðna mun Amtsbókasafnið vera lokað frá og með laugardeginum 31. október og þar til hægt verður að opna á ný.
 
Skiladagar á efni sem á að skila á næstunni verða framlengdir fram yfir það tímabil sem hertar samkomutakmarkanir gilda.
 
Vakin er athygli á því að alltaf má hafa samband við safnið með því að senda tölvupóst á netfangið bokasafn@amtsbok.is eða með því að senda skilaboð á Facebook og við munum svara eins fljótt og auðið er. 
 
Svo minnum við á Rafbókasafnið sem er alltaf opið. Það eina sem þarf er:
 
  • Spjaldtölva, sími eða jafnvel venjuleg tölva
  • Gilt bókasafnsskírteini
  • Appið Libby eða Overdrive
  • Til þess að skrá sig inn þarf að nota GE númer (stendur á skírteininu) og leyninúmer (sem notað er í sjálfsafgreiðsluvélum safnsins)
 
Farið vel með ykkur öll sömul.
 
Hlýjar kveðjur,
Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri
 
 
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan