Hernumið land - Sýning Héraðsskjalasafnsins á Akureyri í tilefni Norræna skjaladagsins

Fáir atburðir hafa haft meiri áhrif á íslenskt þjóðlíf og hernám Íslands. Íslenskt samfélag þróaðist…
Fáir atburðir hafa haft meiri áhrif á íslenskt þjóðlíf og hernám Íslands. Íslenskt samfélag þróaðist vissulega á fyrstu áratugum 20. aldar, þéttbýli myndaðist og bændasamfélagið var á nokkru undanhaldi en hernámið varð til þess að hraða samfélagsbreytingunum og kasta Íslandi inn í hringiðu stórpólitískra viðburða. Áhrifin á atvinnulíf, menningu og samfélagið í heild voru mikil og varanleg.

Nú stendur yfir sýningin Hernumið land í sýningarrými Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns. Sýningin í haldin í tengslum við Norræna skjaladaginn, sem í ár bar upp á laugardaginn 14. nóvember.

Tildrög skjaladagsins eru þau að árið 2001 sameinuðust opinber skjalasöfn á Norðurlöndum um árlegan kynningardag sem skyldi vera annan laugardaginn í nóvember. Sameiginleg norrænt þema er þriðja hvert ár en hin árin ákveður hvert land sitt eigið þema.

Venja er að á þessum degi opni sum skjalasöfn hús sitt fyrir almenningi og hefur þá verið vakin athygli á tilteknum skjalaflokkum. Oft með því að setja upp sýningar á völdum skjölum sem tengjast þema dagsins hverju sinni. Sums staðar hafa sýningar verið þennan eina dag en annarsstaðar hafa þær staðið uppi í lengri tíma.

Sýningin hér í anddyrinu er sett upp í tilefni skjaladagsins en af sóttvarnarástæðum gat skjaladagurinn ekki farið fram með hefðbundnu sniði í ár. Sýningin stendur út febrúar.

Fáir atburðir hafa haft meiri áhrif á íslenskt þjóðlíf og hernám Íslands. Íslenskt samfélag þróaðist vissulega á fyrstu áratugum 20. aldar, þéttbýli myndaðist og bændasamfélagið var á nokkru undanhaldi en hernámið varð til þess að hraða samfélagsbreytingunum og kasta Íslandi inn í hringiðu stórpólitískra viðburða. Áhrifin á atvinnulíf, menningu og samfélagið í heild voru mikil og varanleg.

Í íslenskum skjalasöfnum eru margvísleg gögn sem tengjast þessum merkilega tíma Íslandssögunnar. Allt frá opinberum skýrslum, kvörtunum, bréfum, frásögnum af slysförum eða sambandi Íslendinga við herliðið til ljósmynda og margvíslegra minninga fólks sem upplifði þessa tíma bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan