Hæ hó, jibbí jei og jibbí jei!

Kæru safngestir! Föstudaginn 17. júní - þjóðhátíðardaginn - verður Amtsbókasafnið á Akureyri lokað!

Þá munum við öll syngja „Hæ hó, jibbí jei og jibbí jei. Það er kominn 17. júní!“

Svo tekur helgin við og Amtsbókasafnið opnar aftur kl. 8:15, mánudaginn 20. júní - við sjáumst hress og kát þá!

Þetta þýðir að engin föstudagsþraut verður þessa vikuna, en þessi í stað bjóðum við upp á nokkra fróðleiksmola sem tengjast 17. júní:

- Lýðveldið Ísland verður 78 ára föstudaginn 17. júní 2022.
- 17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar (1811-1879) en hann var auðvitað helsta sjálfstæðishetja Íslands.
- Litirnir í fána Íslands tákna þrjú af náttúruöflunum sem finna má á Íslandi: Rauði liturinn táknar eldinn sem m.a. eldfjöllin framleiða, blái liturinn táknar hafið og himininn og hvíti liturinn táknar jöklana.
- Bjartmar Hannesson skrifaði textann að laginu „17. júní“ og Haukur Ingibergsson samdi lagið. Dúmbó og Steini fluttu lagið og það varð geysilega vinsælt. Síðan þá hefur tíðkast að syngja það að minnsta kosti einu sinni á þessum merka degi ... og helst 17 sinnum.

Eigið sem gleðilegastan þjóðhátíðardag og njótið þriggja daga helgarinnar!

Þjóðhátíðarkveðjur,
    starfsfólks Amtsbókasafnsins og Alma hin yndislega

Gleðilegan þjóðhátíðardag, kæru safngestir!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan