Góða helgi!

Það er föstudagur í dag! Það þýðir að morgundagurinn er laugardagur og eftir tvo daga heilsar okkur sunnudagurinn.

Það er lokað á Amtsbókasafninu um helgar í sumar, en óttist eigi. Við verðum mætt svo hress og kát mánudagsmorguninn 25. júlí nk., kl. 8:15!

Ef þið getið ekki beðið ... þá skuluð þið endilega kíkja á Rafbókasafnið og sjá efnið þar. 

Nýtt efni bætist daglega við hjá okkur; bækur, blöð og mynddiskar. Nýja kerfið er vonandi að fara vel í ykkur, en hikið ekki við að spyrja okkur ... ef eitthvað er.

Svo er frægi spjall-glugginn til staðar ... eða er hann kannski ekki að heilla ykkur?

- Myndin sem fylgir greininni er af bókaverðinum Conan. Takið hann ekki alvarlega!

Góða helgi og hafið það yndislegt!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan