Glæpakvöld á Akureyri | Franska kvikmyndahátíðin

Franska kvikmyndahátíðin kynnir: Glæpakvöld í Amtsbókasafninu á Akureyri.

Við bjóðum upp á frábæra kvikmynd úr smiðju Henris-Georges Clouzots þar sem dulúð og spenna ráða ríkjum!

Kvikmyndin Les diaboliques (Ísl. Forynjurnar) verður sýnd á frönsku með enskum texta.

Þær Christine og Nicole kenna við drengjaskóla. Önnur er eiginkona skólameistarans, hin er ástkona hans. Þær sammælast um að myrða skólameistarann, Michel, því þær eru komnar með sterka óbeit á honum. Nokkrum dögum eftir ódæðið hverfur líkið af Michel…

Þetta glæpakvöld verður í boði í samstarfi við Institut Français.

Aðgangur ókeypis.

7. febrúar 16:30 – Amtsbókasafn – Glæpakvöld / Forynjurnar (Les Diaboliques)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan