Gamlar og góðar?

Kvikmyndaáhugafólk finnur enn leið að fjársjóðum hér hjá okkur á Amtsbókasafninu. 

Þessar kvikmyndir á myndinni teljast klassískar í hugum flestra. Okkur áskotnuðust þær í gjöf nýverið, aðrar voru settar á markaðinn sem nú er í gangi.

Við viljum sérstaklega benda á myndina Chicago sem fékk Óskarsverðlaun 2003, m.a. sem besta myndin. En söngleikurinn Chicago verður settur upp á fjölum Leikhússins okkar frábæra þar sem Björgvin Franz, Jóhanna Guðrún og fleiri snillingar leika aðalhlutverkin.

Einnig má sjá þarna mynd og Ástrík og Kleópötru, sem er talsett á íslensku. La Bamba kemur okkur svo í stuð ... alltaf! Tímalaus klassík!

Og loksins fengum við eintak af fyrstu Fast and Furious myndinni!

Sjáumst hress á Amtinu!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan