Fyrsta sögustund vetrarins

Sögustundir eru á fimmtudögum kl: 16.30 í barnabókadeild. Fyrsta sögustund vetrarins verður fimmtudaginn 20. september.

Fríða barnabókavörður mun lesa 1-2 bækur og svo er boðið upp á létt föndur, leiki eða verkefni. Einnig eru litablöð og litir í boði. 

Yfir vetrartímann eru einnig sögustundir (eða aðrar uppákomur) einn laugardag í mánuði kl. 14 í barnadeildinni, á Orðakaffi (sem staðsett er á 1. hæð safnsins) eða úti í bæ. Sögustundirnar eru auglýstar inni á Amtsbókasafni og á Facebook-síðu safnsins.

Bangsasögustundir
Þann 27. október er Alþjóðlegi bangsadagurinn og af því tilefni eru lesnar bangsasögur í október. Einnig er leikskólabörnum boðið að koma á bókasafnið með kennurum sínum og hlusta á bangsa segja bangsasögu. Í janúar fer svo bangsi í leikskóla bæjarins og heilsar uppá börnin.

Gerum veturinn notalegan, sjáumst! :)

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan