Fyrsta sögustund ársins

Mynd af þeim bókum sem lesnar verða í fyrstu sögustund ársins.
Lesum, litum og gerum veturinn notal…
Mynd af þeim bókum sem lesnar verða í fyrstu sögustund ársins.
Lesum, litum og gerum veturinn notalegan.
Fyrsta sögustund ársins verður fimmtudaginn 21. janúar kl. 16:30.
 
Í sögustundinni ætla ég að lesa bókina: Fuglaflipp. Á hverri síðu eru skemmtilegar staðreyndir um fugla. Svo má fletta og flippa haus, búk og stéli og gera eigin útgáfu af fuglum.
 
Einnig les ég bókina, Litla snareðlan sem gat. Litlu snareðluna skorti sjálfstraust. Hún þorði ekki að klifra upp í tré og synda í vatninu. En með því að æfa sig og sýna hugrekki getur hún vel gert allt það sem hinar risaeðlurnar geta.
 
Lesum, litum og höfum gaman saman.

Kveðja, Fríða Björk - barnabókavörður
 
Ath. Hámarksfjöldi gesta í safninu (sem fæddir eru fyrir 2005) eru 20 manns og hér gildir grímuskylda. Fólk er beðið að virða núgildandi sóttvarnarreglur yfirvalda í hvívetna. Sjá nánar á www.covid.is
 
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan