Fyrirlestur: Dr. Corinne Dempsey

"How the spirits taught me to keep an open mind": Adventures in Akureyri

Fyrirlestur: Dr. Corinne Dempsey
Fimmtudagurinn 15. mars kl. 17:00

Corinne Dempsey, doktor í alþjóðlegum trúarbragðafræðum, mun halda fyrirlestur á Amtsbókasafninu um bók sína Bridges Between Worlds: Spirits and Spirit Work in Northern Iceland, sem kom út árið 2016.

Síðan árið 2011 hefur Dr. Dempsey kennt alþjóðlega trúarbragðafræði við Nazareth College í Bandaríkjunum. Starfið hefur dregið Dr. Dempsey á ýmsar slóðir. í náminu varði hún til dæmis drjúgum tíma á Indlandi þar sem hún gerði samanburðarrannsókn á kristindómi og hindúatrú í kirkjum og hofum. Síðar varði hún dágóðum tíma á Íslandi þar sem hún tók viðtöl við heilara og miðla í tengslum við bók sína Bridges Between Worlds: Spirits and Spirit Work in Northern Iceland.

Fimmtudaginn 15. mars kl. 17:00 mun Dr. Dempsey ræða reynslu sína af því að semja bókina Bridges Between Worlds og hvernig sú reynsla endurspeglast í bókinni. Hún mun einnig ræða dvöl sína á Akureyri. 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
ATHUGIÐ: Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku.

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan