Fræsafnið er opið!

Fimmtudaginn 2. mars var Fræsafnið formlega opnað á Amtsbókasafninu á Akureyri! Í fræsafninu er hægt að finna úrval af fræjum sem safnið er búið að fá gefins: kryddjurtir, matjurtir, sumarblóm og fjölæringar.

Fræsafnið verður aðgengilegt á opnunartíma bókasafnsins og fólki er frjálst að fá úr safninu án aðstoðar. Við höldum áfram að taka á móti fræjum, vinsamlegast afhendið fræjum í afgreiðslunni bókasafnsins.

Fræsafnið er stofnað til þess að byggja upp samfélag ræktenda og hvetja fólk til þess að rækta eigin matvæli og aðrar plöntur. Markmiðið er einnig að styðja við deilihagkerfið, minnka sóun og gefa fólki tækifæri til þess að prófa sig áfram í ræktun sér að kostnaðarlausu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan