Föstudagsþraut : ungmennadeild!

Kæru safngestir! Nú er föstudagur og því ágætt að henda fram einni laufléttri fimm spurninga getraun. Og að þessu sinni tengist hún ungmennadeildinni okkar!

Eins og alþjóð veit, þá má finna áhugaverða deild fyrir ungmenni í Amtsbókasafninu. Við vonum auðvitað að ungmennin séu/verði dugleg að nota hana og/eða gefa okkur vísbendingar um það hvað má betur fara ... eða hvað er gott.

Bestu verðlaunin fyrir að leysa þessa léttu þraut eru auðvitað að koma í ungmennadeildina, en við skulum tékka á spurningunum fimm:

1. Hvað heitir starfsmaðurinn sem sér um ungmennadeildina og starfsemi hennar?

2. Hvaða ugla er þetta ekki en sumir gætu haldið að sé?

3. Hvað heitir Facebook-hópurinn okkar þar sem áhersla er á bækur sem höfða til barna og ungmenna á aldrinum 10-17 ára?

4. Hvar á Amtsbókasafninu geta ungmenni fundið bækur úr deildinni sem gefnar eru út fyrir 2005?

5. Hungurleika-serían, Harry Potter-serían, Twilight-serían ... þessar bækur má finna í ungmennadeildinni. En hvar eru mynddiskarnir sem bera sömu heiti geymdir?

Aukaspurning:

- Ef ungmenni eru svona á aldrinum 12-20 ára, gamalmenni 67 ára og eldri ... er þá miðaldra fólk ekki kallað miðmenni?

Góða helgi! Og munið ... við erum með opið á laugardögum í vetur!!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan