Föstudagsþraut : teiknimyndasögur og kvikmyndir

Föstudagur og þrautin er komin aftur. Þolinmæði ykkar gagnvart uppfærslunni á kerfinu hjá okkur kallar á eitthvað létt og skemmtilegt, er það ekki?

Í nokkrum skoðanakönnunum hefur myndin The Dark Knight verið valin besta kvikmyndin sem byggð er á teiknimyndasögu. Þessi mynd er númer tvö í trílógíu Christopher Nolan um Leðurblökumanninn, sem leikinn er er Christian Bale. Heath Ledger (sem myndin er af) fékk einmitt Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni, en hann náði því miður ekki að lifa þann áfanga þar sem hann lést eftir að tökum lauk.

En við ætlum að hafa þrautina skemmtilega og spyrjum því einfaldlega: Hafa eftirtaldir leikarar fengið Óskarsverðlaun og leikið í kvikmyndum sem eru byggðar á teiknimyndasögum? (t.d. er svarið „já“ fyrir Heath Ledger hér á myndinni, þar sem hann hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í The Dark Knight).

1. Brie Larson
2. Ben Kingsley
3. William Hurt
4. Angelina Jolie
5. Forest Whitaker
6. Jennifer Lawrence
7. Ben Affleck
8. Anthony Hopkins
9. Natalie Portman
10. Michael Douglas

Aukaspurning í lokin: Hver er ykkar uppáhalds-kvikmynd sem byggð er á teiknimyndasögu?

Og aukafróðleikur í lokin: Amtsbókasafnið státar af bestu teiknimyndasögudeild á landinu skv. frægum rithöfundi og leikara, en safnið á líka helling af mynddiskum sem innihalda kvikmyndir byggðar á teiknimyndasögum.

Er ekki sniðugt að koma á safnið og fá sér teiknimyndasögu og kvikmynd í leiðinni??

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan