Föstudagsþraut : ruglaðir titlar og smá bónus

Föstudagurinn grætur af gleði og því er ráðið að ráða þraut. Föstudagsþrautin svokallaða er í tvennu lagi. Fyrst koma tíu ruglaðir titlar og svo þrjár lýsingar aftan á bókum.

Það sem þið þurfið að gera er að ræða þessum titlum saman rétt og mynda þannig tíu rétta titla. Einsorðatitlar gætu verið teknir í sundur og einn eða tveir titlar notaðir í þrjá ruglaða titla ... þið finnið út úr þessu. Rétt svör koma í næstu viku.

Svo eru þrír textar sem eiga við þrjár af þessum bókum. Og bónusspurningarnar eru einfaldlega: um hvaða bækur er verið að ræða?

Einfalt, ekki satt?

Sjáumst svo hress og kát næstkomandi mánudag. Vonandi eigið þið góða helgi!

 

Vinnukona í moldinni
Engillinn úr fangelsi
Síðasti morðinginn
Aldrei nema mannætu
Elspa: hellisbúinn
Veran og geirfuglarnir
Þessu óhæfu
Svarti gustur
Dagbók lýkur hér
Hin: saga kulda konu

 

Margvíslegar raunir og mótlæti sem X hefur mætt á lífsleiðinni, eins og að missa nokkrar dætur sínar, róstusöm hjónabönd og fátæktarbasl, hefur svo sannarlega reynt á. Erfiðustu glímuna háði hún samt við sig sjálfa, en hún sat í gæsluvarðhaldi eftir átök við fyrrverandi eiginmann auk þess að leggjast inn á geðdeild oftar en einu sinni. Styrkur X og staðfesta hafa þó alltaf fleytt henni í gegnum boðaföllin.

Þegar Atlas, fyrsta ástin hennar, verndari og sálufélagi, dúkkar óvænt upp myndast brestir í annars fullkomnu lífi Lily og hún stendur skyndilega í sporum sem hún bjóst aldrei við að verða í.

Elo sat um stund og hikaði en snerti síðan líkið varlega. Það var ískalt. Hann dró hendina snöggt að sér; það var eitt að handleika ískaldan fisk á hverjum degi, annað að snerta dána manneskju. Karlmaður finnst myrtur í báti á reki við Uummannaq á Norður-Grænlandi. Í farmi bátsins reynist vera mikið magn af hvítabjarnarfeldum og náhvals- og rostungstönnum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan