Föstudagsþraut : nýjar bækur fá Google meðferð (með svörum)

Kæru safngestir! Fyrir mánuði síðan um það bil snerist föstudagsþrautin um Google þýdda titla. Þraut dagsins gerir það aftur í dag!

Þetta er einfalt. Fyrir neðan eru taldir upp tíu titlar á íslensku og eru nýir í safnkosti Amtsbókasafnsins. Málið er hins vegar, að þeir hafa allir farið í gegnum þrefaldar Google þýðingar. Íslenskur titill þýddur yfir á tyrknesku, svo á grísku og eistnesku og að lokum á íslensku aftur. Niðurstaðan er að mörgu leyti keimlík upprunalega titlinum en það er í raun bara einn titill sem hefur nákvæmlega sama (og rétta) titilinn eftir þessa meðferð. Hvaða titill er það? Svör koma svo eftir helgi! (Ath. myndin sem fylgir þrautinni hefur ekkert með þessa tíu titla að gera en sýnir þrjár nýjar bækur)

1. Það er rauð ást = Þetta er rauða ástin
2. Dauðaleit = Dauðaleit
3. Viðkvæm = Varnarlaus
4. Eina rétta orðið = Eitt satt orð
5. Uppskrift að sprungu = Uppskrift að klikkun
6. Faðir er að grínast 1 = Pabbabrandarar 1
7. Umhyggju og góðvild = Aðgát og örlyndi
8. Allt í einum hóp í einu = Öll í hóp á einum sóp
9. Hundrað ára farsóttir = Farsótt í hundrað ár
10. Ljót mýri = Ófreskjan í mýrinni.

Opið er á laugardögum í vetur frá 11:00-16:00. Sjáumst þá og svo alltaf á virkum dögum 08:15-19:00!

Góða helgi!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan