Föstudagsþraut : nafnarugl

Er ekki við hæfi að slá á létta strengi á þessum degi?
Er ekki við hæfi að slá á létta strengi á þessum degi?

Föstudagur til fjár. Þá er spurningin hvort þið viljið koma hingað á safnið í dag kl. 15:00 og hlusta á Guðrúnu frá Lundi lesa upp úr verkum sínum eða leysa þrautina sem er svo ofboðslega einföld.

Hún gengur út á einfalt stafarugl. Línurnar hér fyrir neðan innihalda nöfn á íslenskum höfundum og bækur eftir þá eru auðvitað til hér á Amtsbókasafninu. Þið raðið stöfunum rétt og fáið þá út nöfnin (það virkar ekki að raða stöfunum vitlaust ... ekki nema þið vitið trikkið).

Svo takið þið bókstaf númer ákveðið (er það fimmti stafurinn, sá sjöundi, fyrsti eða þriðji??) úr hverju nafni og úr því kemur svo nafn á starfsmanni hér á Amtsbókasafninu.

Það nafn er rétt svar við gátunni og hver veit nema mynd af þeim starfsmanni birtist hér í næstu viku þegar lausnin verður gerð opinber!

Höskuldarviðvörun.... mynd af starfsmanninum er hér fyrir neðan (neðst í fréttinni):

 

 

nreai sarokán
asyr riatrstióuðdgr
ídðav rþó nonójss
kías rashoanðr
festná náim
leisvgó itsárdptló
mósta soumgðdnsnu
ave rjöbg gdiæitrsót
íðraf bregís
adlnarru idoannsrið
nanan öaódlitrrdatgvnr
rísi pös jilgrtódiadnts
ruðau vaa lórótfidats

Hafið það yndislegt um helgina og gangið hægt inn um gleðinnar dyr þegar þið komið til okkar á morgun laugardag, því þá er opið 11:00-16:00!

Bon week-end!

 

- - - - -

 

.

.

.

.

.

.Eydís Stefanía barnabókavörður

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan