Föstudagsþraut : litla búðin okkar

... föstudagur til fjár! - Föstudagsþrautin að þessu sinni er afskaplega auðveld ... þið eigið að finna nýju sérstöku múmínbollana sem eru skreyttir teikningum sem Tove Jansson gerði fyrir Rauða krossinn í Finnlandi árið 1963.

Takmarkaðar upplýsingar eru til um bakgrunn teikninganna aðrar en að þær voru upphaflega gerðar til að skreyta stundaskrá fyrir börn.

Heimsmet í lausn þrautarinnar er 2,1 sekúnda ... hvernig mun þér ganga???

Sunnudagur til sigurs,
mánudagur til mæðu,
þriðjudagur til þrautar,
miðvikudagur til moldar,
fimmtudagur til frama,
föstudagur til fjár,
laugardagur til lukku.

Góða helgi, kæru safngestir - það er opið til kl. 19:00 í dag og við opnum svo aftur mánudaginn 5. september kl. 8:15!!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan