Föstudagsþraut : hver sagði þetta?

Kæru þið! Það er föstudagur og ágætt að henda inn einni laufléttri föstudagsþraut sem tengist þemaborðinu nýja á fyrstu hæðinni: Ferðahandbækur - Ísland.

Hér koma setningar sem allar tengjast Íslandi og/eða ferðalögum. Það eina sem þið þurfið að segja er hver sagði hvaða setningu. Ef setningin er tekin úr ákveðnu verki þá er átt við persónuna í verkinu sem um ræðir, ekki höfundinn. Ókei?

1. „Það verður engin helvítis rúta, það verður langferðabíll!“

2. „Því að Esjan er falleg, en ekki fallegri en þú...“

3. „It's Iceland or the Philippines or Hastings or this place!“

4. „It is absolutely stunning. It is just so vast and it just seems to go on forever.“

5. „Þetta er svona kannski ein stærsta uppreisn Íslandssögunnar. Og merkileg út af því að hún virkaði líka.“


Góða helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr. Sjáumst hress og kát næsta mánudag!
- Starfsfólk Amtsbókasafnsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan