Föstudagsþraut : hver er þetta og ...

Elsku þið þolinmóðu öll! Nú er föstudagur og kominn tími á stutta og létta getraun! Hún tengist safninu á fleiri en einn hátt. Eruð til þiðbúin? (= ... þið tilbúin)

Hér eru þrjár myndir. Af bókakápu, af konu og af manni.

Mynd af bókakápu: Saga þernunnar Mynd af Celine Dion að flytja lag á Óskarsverðlaunahátíð 

Mynd af leikaranum Ryan Reynolds


Hér eru svo þrjár dagsetningar: 30.3.1968, 18.11.1939 og 23.10.1976.

Nú þurfið þið að finna nöfnin á bak við myndirnar (ekki svindla með Google frænda), tengja þær við dagsetningarnar (athugið að Hörður Ingi starfsmaður Amtsbókasafnsins á einmitt afmæli 23.10. en við erum ekki að spyrja um hann :-) ) ... og svo þurfið þið að segja hver tengingin á milli þeirra er og hvernig það tengist svo einhverju ákveðnu sem er í gangi á Amtsbókasafninu út júní.

Er þetta ekki bara verðugt verkefni næstu 17 sekúndurnar? (sem er heimsmetið í lausn á þessari þraut)

Hafið það gott um helgina og hér er smá textabútur í lokin:
 Við skýin felum ekki sólina af illgirni,
 við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.
 Við skýin sjáum ykkur hlaupa .... úbbs ... í rokinu,
 klædd gulum og rauðum og grænum og bláum regnkápum...

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan