Föstudagsþraut : hvaða setning á við hvaða kvikmynd?

Íslenskar kvikmyndir eru vinsælar á Amtsbókasafninu.
Íslenskar kvikmyndir eru vinsælar á Amtsbókasafninu.

Fössari er slangur og það er fössari í dag. Getraun dagsins er einföld: Myndin hér fyrir neðan er samsett úr átta íslenskum kvikmyndum sem allar eru til útláns á Amtsbókasafninu ... auðvitað. Svo eru hér líka átta setningar úr þessum kvikmyndum og það sem þið eigið að gera er að tengja setningarnar við kvikmyndirnar (t.d. A-5, B-1 .. o.s.frv.).

Heimsmetið í að leysa þessa þraut er víst 13.2 sekúndur en heimsmethafinn - Sigurður Helgi Árnason - er ekki alveg sá traustasti. Við efumst hreinlega um að hann hafi horft á myndirnar. Ég endurtek: þær eru allar til á Amtsbókasafninu! Vú hú - fössari!

Klippimynd með 8 kápum af íslenskum mynddiskum

a. „Hver á þennan bústað? Já eða nei?"
b. „Ég er að reyna að breyta mér í kvaðratrótina af tveimur."
c. „Á þetta að vera skemmtiferð eða ætlum við að taka konurnar með?"
d. „Hvað ertu með framan í þér? Þú ert orðinn svo ljótur, elskan mín."
e. „Já, það er þetta með alfaraleiðina. Er hún ekki bara þar sem maður er?"
f. „Lýsi!! Lýsi!! Lýsi!! they scream!"
g. „Þið eruð ekki mínir gestir."
h. „This is my sister. She has four kids with five different men."

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan