Föstudagsþraut : hrollvekjandi útgáfa! (með svörum!)

Kæru velunnarar og allir! Það ku vera föstudagur og það þýðir margt. Til dæmis er kominn tími á skemmtilega þraut sem að þessu sinni tengist Hrekkjavökunni svokölluðu ... hrollvekjandi þraut sem sagt!

Ef slegið er inn efnisorðið „hrollvekjur“ á amt.leitir.is, þá koma upp um það bil 400 niðurstöður. Þrautin tengist þeim og þið eigið einfaldlega að velja rétt svar: a, b, c eða d við tíu spurningum. Draugalega einfalt! (Svo koma kannski rétt svör í næstu viku ... ekki gúggla svörin :-) )


1. Hvað heitir framhald bókarinnar Hryllilega stuttar hrollvekjur?
a) Hryllilega styttri hrollvekjur
b) Bananar og skósveinar
c) Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur
d) Þínar eigin stuttu hrollvekjur

2. Hvað heitir aðalleikarinn í endurgerð kvikmyndarinnar Firestarter sem kom út á þessu ári og er byggð á samnefndri sögu Stephens Kings?
a) Zac Efron
b) Colin Firth
c) Hólmkell Hreinsson
d) Brendan Fraser

3. Gideon Falls er teiknimyndasería sem til er í fantasíudeildinni okkar. Hvað heitir höfundur seríunnar?
a) Hörður Ingi Stefánsson
b) Jeff Lemire
c) Stephen King
d) Jenny Colgan

4. Hvað heitir persónan sem Simon Pegg leikur í hryllilega fyndnu hrollvekjunni Shaun of the Dead?
a) Harry
b) Doddi
c) Shaun
d) Tom

5. Hver af eftirtöldum höfundum er almennt talinn vera þekktasti hrollvekju-höfundurinn?
a) Stefán Máni
b) Stefán Tungl
c) Stefán Sól
d) Stephen King

6. The Walking Dead er nafn á frægri sjónvarpsseríu og einnig eru til teiknimyndasögu-seríur með því heiti. Hins vegar leikstýrði Tim Robbins mynd með svipuðum titli árið 1995 sem hlaut Óskarsverðlaun. Mikil dramamynd með Susan Sarandon og Sean Penn í aðalhlutverkum. Hvað heitir sú mynd?
a) Walked man dead
b) Hungry man eating
c) Dead man walking
d) Ófeigur

7. „What's your favorite scary movie?“ er fræg lína úr Scream-mynd (við eigum bara þá nýjustu að vísu). Auka-sögupersóna var þá að tala við morðingjann í símanum og svaraði um hæl ... ?
a) „Showgirls!“
b) „Psycho.“
c) „A Nightmare on Elm Street!“
d) „Morðsaga!“

8. Á áttunda áratugnum fer Jack Torrance með fjölskyldu sína í Colorado-fylki til að sjá um drungalegt hótel þar. Títtnefndur Stefán Kóngur skrifaði þá sögu. Hvað heitir hún?
a) It!
b) Christine
c) Carrie
d) The Shining

9. Sami kóngur skrifaði sögu um mann sem varð m.a. fyrir því óláni að lenda í bílslysi og láta mölbrjóta á sér fæturna með sleggju ... sökudólgurinn var vafasöm kona ... hvað heita aðalleikarar myndarinnar?
a) Sigrún Ingimarsdóttir og Sigurður Helgi Árnason
b) Kathy Bates og James Caan
c) Kathy Griffin og James Van Der Bilt
d) Kathy Simmons og James T. Kirk

10. Hvað eru margir bókstafir í orðinu „hrollvekja“?
a) 9 (það eru tvö "l" og því eru bókstafirnir níu í þessu tíu stafa orði!)
b) 10
c) 127
d) 11

- - - - - - -


Góða, hryllilega, hrollvekjandi og yndislega helgi! Munið að ganga hægt inn um hrollvekjunnar dyr og verið vakandi yfir hrekkjum. Lesist: verið góð við hvert annað!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan