Föstudagsþraut : hinsegin þraut! (með svörum)

Í tilefni hinsegin daga höfum við tekið saman hinsegin efni og prýðir það nú borðið í sýningarrýminu - allt til útláns. En þrautin í dag tengist einmitt því og við vonum að þið skemmtið ykkur vel!

  1. Söngvararnir David Bowie og George Michael voru heimsfrægir ... gífurlega vinsælir. Hvaða ár létust þeir?
  2. Hvenær héldu lesbíur og hommar í fyrsta sinn út á götur á Íslandi?
  3. Hvað heitir kvikmyndin sem fjallar um líf Eltons Johns og hver lék hann? (Aukaspurning: Hver söng fyrir hann í myndinni?)
  4. Brokeback Mountain þótti framúrskarandi kvikmynd, hlaut nær einróma lof gagnrýnenda og fjöldann allan af verðlaunum. Ein vinsælustu og umdeildustu verðlaunin í kvikmyndunum eru Óskarsverðlaunin og það vakti mikla athygli að myndin skyldi ekki vinna sem besta mynd ársins 2005 þegar þau verðlaun voru afhent í mars 2006. Hvað heitir kvikmyndin sem hirti þau verðlaun af henni?
  5. Hvað heitir fyrsta íslenska ungmennabókin sem er með transmanneskju sem aðalpersónu? Og hver er höfundurinn?
  6. Hver er gjarnan kallaður „eini samkynhneigði einstaklingurinn í þorpinu?“

Gleðilega hinsegin hátíð og helgi ... og við sjáumst hress og hýr og kát á mánudaginn kl. 8:15!

Mynd af útstillingarborði á Amtsbókasafninu Mynd af útstillingarborði með nokkuð mikið af bókum og mynddiskum 

Bókakápa ævisögu um George Michael Bókakápa: Svo veistu að þú varst ekki hér

 

  1. 2016 (David Bowie í janúar og George Michael í desember)
  2. Það mun hafa verið í júní 1993 og síðan árið eftir.
  3. Rocketman (2019). Taron Egerton lék Elton eftirminnilega og varðandi aukaspurninguna, þá söng hann sjálfur! (Taron og Elton hafa verið saman á sviði og sungið)
  4. Það er kvikmyndin Crash (2004), sem einnig hlaut Óskarinn fyrir besta frumsamda handritið og bestu klippinguna.
  5. Það er bókin Sterk eftir Margréti Tryggvadóttur.
  6. Það er auðvitað hann Daffyd í skemmtiþáttunum Little Britain. („I’m the only gay in the village...“)
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan