Föstudagsþraut : HARRY POTTER!

(Svör komin fyrir neðan!)

Sunnudaginn 31. júlí á Harry Potter afmæli. Því miður getum við ekki haldið daginn hátíðlegan fyrir ykkur en við komum fílfefld til baka á næsta ári með glæsilega dagskrá! Föstudagsþrautin að þessu sinni snýst um Harry Potter og um að gera að hafa gaman!

 1. Hvað verður Harry Potter gamall núna á sunnudaginn? 
 2. Hvert var eftirnafn Lily, mömmu Harrys, áður en hún giftist pabba hans?
 3. Hvað heitir kötturinn hennar Hermione Granger?
 4. Hvað er innan í vendi Harrys Potters?
 5. Hversu mörg systkini á Ron Weasley?
 6. Hvað heitir uglan hans Harrys Potters?
 7. Hvernig tengdist Sirius Black honum Harry Potter?
 8. Hvenær kom fyrsta Harry Potter bókin út?
 9. Hvenær kom fyrsta Harry Potter kvikmyndin út?
 10. Hver drap Dobby með því að henda hníf í hann?
 11. (bónusspurning) Í hvaða myndum hefur Daniel Radcliffe leikið ríka gaura sem eru vondir við aðalsöguhetjurnar?

Gangið hægt um gleðinnar dyr þessa verslunarmannahelgi og munið að rigning er bara sól í dulbúningi! Sjáumst hress þriðjudaginn 2. ágúst kl. 8:15!

 

1. 31. júlí 1980 er fæðingardagurinn - hann varð því 42 ára á þessum degi.
2. Evans.
3. Peppa.
4. Fjöður af fönixfuglinum Fawkes.
5. Sex.
6. Hedwig.
7. Sirius var guðfaðir hans.
8. 1997.
9. 2001.
10. Bellatrix Lestrange.
11. Now You See Me 2    og    The Lost City.

EXPECTO PATRONUM!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan