Föstudagsþraut : Google þýddir titlar (svör komin!)

Föstudagurinn er kominn og við gleðjumst yfir því. Á morgun er fyrsti laugardagur vetrarins þar sem við höfum opið (11:00-16:00). Vú hú! Þraut dagsins er tengd Google!

Eða öllu heldur Google Translate. Það sem við gerðum var að taka titil á íslensku, sem er auðvitað til útláns hjá okkur, þýða hann yfir á rússnesku, þýða svo yfir í spænsku, þaðan yfir í dönsku og að lokum aftur í ylhýru íslenskuna. Niðurstöðurnar eru í flestum tilfellum mjög keimlíkar upprunalega titlinum en þó eru 2-3 sem kannski vekja meiri athygli.

Enginn titill er samt algjörlega og 100% réttur - og það er því ykkar verkefni að sjá hvaða tíu titlar um ræðir hér. Rétt svör koma eftir helgi!

Munið: hafið gaman! Og munið munið: opið á morgun og alla laugardaga fram til 15. maí 2023 (nema lögboðna frídaga!)

1. Gifting miðlari gjöf
2. Sjúkratryggingar
3. Frábært flæði
4. Risaeðlugengið: treasure hunt
5. Sjal og teppi
6. Aldrei, nema vinnukonan
7. Fugla stafróf
8. Pönnukökukaka
9. Þeir líta aldrei undan
10. Sextánskur

Jæja ... auðvelt?  Góða skemmtun!

- - - -

Svör:

1. Gjöf hjúskaparmiðlarans
2. Samkomulagið
3. Stórstreymi
4. Risaeðlugengið: fjársjóðsleitin
5. Sjöl og teppi
6. Aldrei nema vinnukona
7. Stafróf fuglanna
8. Pönnukökutertan
9. Þær líta aldrei undan
10. Nornadrengurinn

(HVAÐ VORU MARGIR MEÐ ALLT RÉTT???)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan