Föstudagsþraut : finndu fimm breytingar!

Hefur ekkert með þrautina að gera ... en bara flott þemaborð á 2. hæð hjá okkur!
Hefur ekkert með þrautina að gera ... en bara flott þemaborð á 2. hæð hjá okkur!

Fössari og það er gaman! Og hvað er meira gaman en að leysa létta þraut? Viljið þið ekki spreyta ykkur á þessari?

Athugið að myndin af grænu bókunum í svörtu hillunum er ekki hluti af þrautinni, heldur bara ... flott mynd og áminning á skemmtilegt þemaborð á 2. hæð!

Myndirnar sem þið ættuð að velta fyrir ykkur eru hér fyrir neðan. Sú neðri inniheldur fimm breytingar og þið eigið einfaldlega að finna þær. Stundum köllum við þetta "vitleysur" en í þetta sinn "breytingar".

Heimsmetið í að leysa þrautina er 17,3 sekúndur. Það setti Sigurður Helgi Árnason, huggulegur maður í norðrinu, þegar hann var staddur á straujárnskeppni á Selfossi, brenndi tvær skyrtur og ákvað að snúa sér að þessu ... sem betur fer.

Gangi ykkur vel og hafið gaman af, því lífið er miklu skemmtilegra þegar við brosum meira.

Sjáumst á morgun og/eða eftir helgi! Góði Helga!

Mynd af bókum í bókahillu

Mynd af bókum í bókahillu

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan