Föstudagsþraut : fimm vitleysur

Á myndinni til hægri má finna fimm áberandi vitleysur. Sjáið þið þær?
Á myndinni til hægri má finna fimm áberandi vitleysur. Sjáið þið þær?

Fyrir ansi marga er ástandið í dag mikil þrautaganga. Við á Amtinu reynum að gera ykkur lífið skemmtilegra með hlýlegu viðmóti, góðri þjónustu, fjölbreyttu og skemmtilegu safnefni og svo kannski einstaka léttmeti, eins og bókaáskorun, tiktok og þrautum.

Í barnadeildinni er stundum getraun sem hægt er að fá verðlaun fyrir, í mörgum blöðum og tímaritum eru krossgátur sem hægt er að ljósrita og ráða. Svo bregðum við á leik hér á heimasíðunni og bjóðum upp á þrautir. Í dag felst þrautin í því að finna fimm vitleysur í meðfylgjandi myndum. 

Einnig fylgir hér með minni útgáfa af bókaáskorunum Amtsbókasafnsins þetta árið, en fyrir þau ykkar sem eruð áhugasöm, þá getið þið skráð ykkur í þar til gerða hópa á Facebook síðu Amtsbókasafnsins.

Svo munið þið að það er opið í dag til 19:00 og á morgun laugardag frá 11:00 til 16:00.

Góða helgi!

 

 

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan