Föstudagsþraut : bleiki dagurinn (með svörum)

Það er bleikur föstudagur í dag og þá er um að gera að skella í eina þraut ... sem er bleiktengd!

1. ________ in the pink e. Jim Davis er titill sem er fáanlegur hér hjá okkur. Hvaða orð ætti að koma þarna inn?

2. Hvað heitir leikstjóri myndarinnar um bleika pardusinn með David Niven og Peter Sellers í aðalhlutverkum? Og hvað/hver var bleiki pardusinn í myndinni?

3. Ákveðin leikkona varð fræg í unglingamyndum á níunda áratugnum (80s). Hún leikur stjúpmóður Dahmer í umdeildri sjónvarpsseríu á Netflix. Hvað heitir leikkonan og hvaða mynd með henni í aðalhlutverki á sérstaklega vel við í þessari þraut?

4. Söngkonan Pink var með leikrödd í ákveðinni barnamynd sem til er hjá okkur. Þetta er reyndar framhaldsmynd og fjallar um óhemju dansglaða mörgæs. Hvað heitir þessi mynd?

5. Prinsessa í bleiku er ungmennabók eftir hvaða höfund?

6. Bleikir _________ eftir Ólöfu Völu Ingvarsdóttur er einnig ungmennabók en hvaða orð vantar í titilinn?

7. Dóróthea Jónsdóttir skrifaði sjálfsævisögu sem bar undirtitilinn Barátta mín við brjóstakrabbamein. Hver er aðaltitillinn?

8. Í hvaða bók lendir bleikur geimbátur í garðinum hjá Áka?


Svör: 1. Garfield - 2. Blake Edwards og bleik pardusinn var nafn á demanti. - 3. Molly Ringwald / Pretty in Pink. - 4. Happy feet two. - 5. Meg Cabot. - 6. fiskar. - 7. Bleikur barmur. - 8. Bétveir bétveir.

Mynd af bleikri tuskukanínu í stól og bók fyrir framan hana Mynd af bleikri tuskukanínu ofan á blómi

Mynd af bókakápu bókarinnar Skólaslit eftir Ævar Þór Benediktsson

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan